Enski boltinn

Rooney í vændiskaupum meðan unnustan var ólétt?

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
GettyImages
News of the World, sunnudagsútgáfa The Sun, slær því föstu í dag að Wayne Rooney hafi haldið framhjá unnustu sinni á meðan hún var ólétt.

Rooney er sagður hafa keypt sér þjónustu vændiskonu kvöld eitt á síðasta ári.

Hann á að hafa hitt hana margoft og borgað henni 1000 pund í hvert skipti sem þau hittust.

Árið 2004 greindi Mirror frá því að Rooney hefði haldið framhjá unnustu sinni með sama hætti. Þá fyrirgaf hún honum en nú segir Rooney að Coleen muni fara frá honum.

Mirror greinir frá því í dag. Vændiskonan frá þessu ári segir sögu sína í blaðinu í dag.

BBC segir í dag að Rooney muni ferðast með landsliðinu til Sviss þrátt fyrir ásakanirnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×