Fótbolti

Casillas: Auðvitað erum við stressaðir

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
GettyImages
Iker Casillas segir að spænska landsliðið hafi verið stressað alveg frá upphafi mótsins. Það tapaði fyrsta leiknum gegn Sviss en hefur leikið betur og betur með hverjum leik.

"Við vorum frekar stressaðir í gegnum mótið, meira að segja í byrjun. Framundan er mikilvægasti leikur ferilsins okkar og auðvitað erum við stressaðir," sagði fyrirliðinn.

Spánverjar hafa aðeins skorað eitt mark í hverjum leik í útsláttarkeppninni og margir vilja meina að liðið þurfi að toppa í kvöld til að vinna.

"Okkur líður vel og við verðum tilbúnir. Þetta verður risaslagur, vonandi verðum við liðið sem spilar betur og fer heim með gullið," sagði Casillas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×