Enski boltinn

Fjórir orðaðir við stjórastöðuna hjá West Ham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Avram Grant gæti verið á leið til West Ham.
Avram Grant gæti verið á leið til West Ham. Nordic Photos / Getty Images

Samkvæmt enskum fjölmiðlum hafa forráðamenn West Ham óskað eftir því að fá að ræða við fjóra knattspyrnustjóra um að taka við liðinu nú í sumar.

Avram Grant, stjóri Portsmouth, er sagður vera líklegastur til að vera eftirmaður Gianfranco Zola sem rekinn var í síðustu viku.

Sam Allardyce, stjóri Blackburn, er einnig sagður vera á óskalista þeirra David Sullivan og David Gold, eigenda West Ham.

Þá hafa þeir Ian Holloway hjá Blackpool og Dave Jones, stjóri Cardiff, einnig vakið athygli eftir að hafa nað góðum árangri með sínum liðum. Þessi tvö lið mætast í úrslitum umspilskeppninnar í ensku B-deildinni um helgina og leikur því annað þessara liða í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×