Lífeyrissjóðir bíða enn eftir verkefnum til að fjármagna Kristján Már Unnarsson skrifar 22. febrúar 2010 18:39 Arnar Sigurmundsson. Mynd/Arnþór Birkisson Átta mánuðum eftir að lífeyrissjóðir buðu fram lánsfé til framkvæmda er ekkert verkefni farið í gang. Talsmaður lífeyrissjóðanna vonast til að menn fari að spýta í lófana.Nú þegar vorið nálgast og aðalframkvæmdatími ársins fer í hönd gætir vaxandi óþreyju með hversu hægt stjórnvöldum gengur að koma nýjum verkefnum af stað. Með undirritun stöðugleikasáttmálans í júní í fyrra var innsiglað samkomulag um að lífeyrissjóðir myndu fjármagna stórar framkvæmdir. Þeir hafa síðan beðið tilbúnir með peningana.Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að enginn sé sáttur við hvað þetta hafi gengið hægt. Það gildi jafnt um verkalýðshreyfinguna og þá sem komi frá lífeyrissjóðunum og hann trúi því ekki heldur að stjórnvöld séu sátt við þennan hægagang.„Þannig að við verðum að vona það að menn fari að spýta í lófana og það fari eitthvað meira að gerast en búið er að vera undanfarna mánuði," segir Arnar.Áform um samgöngumiðstöð á Reykjavíkurflugvelli hafa tafist í stympingum um skipulagsmál, nýr Landspítali er rétt að komast á hönnunarstig, óvissa er um orkuframkvæmdir og áform um að lífeyrissjóðir komi að vegagerð, eins og tvöföldun Suðurlandsvegar, eru lent í flókinni veggjaldaumræðu, þar sem ríkissjóður má ekki taka ný lán.Menn þurfa þessvegna að hugsa þetta upp á nýtt, segir Arnar. Það taki sinn tíma, ekki síst innan stjórnkerfisins að vinna því fylgi.Spurður hvort hann sjái einhverjar alvöru framkvæmdir fara í gang á næstu mánuðum, fyrir tilverknað lánsfjár frá lífeyrissjóðunum, svarar Arnar að mestar líkur séu á að framkvæmdir við samgöngumiðstöð geti orðið fyrstar. Með sama áframhaldi verði það þó aldrei fyrr en í fyrsta lagi í vor en til að það gangi eftir þurfi að halda vel á spöðunum. Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Sjá meira
Átta mánuðum eftir að lífeyrissjóðir buðu fram lánsfé til framkvæmda er ekkert verkefni farið í gang. Talsmaður lífeyrissjóðanna vonast til að menn fari að spýta í lófana.Nú þegar vorið nálgast og aðalframkvæmdatími ársins fer í hönd gætir vaxandi óþreyju með hversu hægt stjórnvöldum gengur að koma nýjum verkefnum af stað. Með undirritun stöðugleikasáttmálans í júní í fyrra var innsiglað samkomulag um að lífeyrissjóðir myndu fjármagna stórar framkvæmdir. Þeir hafa síðan beðið tilbúnir með peningana.Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að enginn sé sáttur við hvað þetta hafi gengið hægt. Það gildi jafnt um verkalýðshreyfinguna og þá sem komi frá lífeyrissjóðunum og hann trúi því ekki heldur að stjórnvöld séu sátt við þennan hægagang.„Þannig að við verðum að vona það að menn fari að spýta í lófana og það fari eitthvað meira að gerast en búið er að vera undanfarna mánuði," segir Arnar.Áform um samgöngumiðstöð á Reykjavíkurflugvelli hafa tafist í stympingum um skipulagsmál, nýr Landspítali er rétt að komast á hönnunarstig, óvissa er um orkuframkvæmdir og áform um að lífeyrissjóðir komi að vegagerð, eins og tvöföldun Suðurlandsvegar, eru lent í flókinni veggjaldaumræðu, þar sem ríkissjóður má ekki taka ný lán.Menn þurfa þessvegna að hugsa þetta upp á nýtt, segir Arnar. Það taki sinn tíma, ekki síst innan stjórnkerfisins að vinna því fylgi.Spurður hvort hann sjái einhverjar alvöru framkvæmdir fara í gang á næstu mánuðum, fyrir tilverknað lánsfjár frá lífeyrissjóðunum, svarar Arnar að mestar líkur séu á að framkvæmdir við samgöngumiðstöð geti orðið fyrstar. Með sama áframhaldi verði það þó aldrei fyrr en í fyrsta lagi í vor en til að það gangi eftir þurfi að halda vel á spöðunum.
Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Sjá meira