Fótbolti

Sky News: Terry hættir sem fyrirliði enska landsliðsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
John Terry, missir fyrirliðabandið hjá enska landsliðinu.
John Terry, missir fyrirliðabandið hjá enska landsliðinu. Mynd/AFP

John Terry verður ekki áfram fyrirliði enska landsliðsins samkvæmt heimildum Sky News en niðurstaða fundar Terry og Fabio Capello hefur þó ekki enn verið gerð opinber.

John Terry hefur verið í sviðljósinu undanfarna viku vegna kynlífshneykslisins sem komst upp fyrir síðustu helgi. Terry hélt þá framhjá konu sinni og barnaði fyrrum kærustu Wayne Bridge.

Það eru mestar líkur á því að Wayne Rooney við fyrirliðabandinu en aðrir sem koma til greina eru Steven Gerrard (fyrirliði Liverpool), Rio Ferdinand (fyrirliði Manchester United) og David Beckham (fyrrum fyrirliði enska landsliðsins).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×