Enski boltinn

Ashley Cole: Rosalega ánægður með að eiga metið einn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ashley Cole og John Terry fara fyrir fagnaðarlátum Chelsea.
Ashley Cole og John Terry fara fyrir fagnaðarlátum Chelsea. Mynd/AP

Ashley Cole skrifaði nafn sitt efst á blað í sögu elstu bikarkeppni í heimi þegar hann vann enska bikarinn með Chelsea á Wembley í dag. Enginn leikmaður hefur nú unnið ensku bikarkeppnina oftar.

„Það er mikið afrek fyrir mig að eiga metið einn. Ég er rosalega ánægður með það," sagði Chelsea-maðurinn Ashley Cole eftir að hann varð fyrsti leikmaðurinn í sögunni til að vinna ensku bikarkeppnina sex sinnum.

Arthur Kinnaird (The Wanderers and Old Etonians), Charles Wollaston (The Wanderers) og Jimmy Forrest (Blackburn Rovers) höfðu allir unnið enska bikarinn fimm sinnum á 19. öld.

„Það er frábært hjá okkur að taka tvennuna og þó að þetta hafi verið eitt af bestu leikjunum okkar þá kláruðum við þetta í lokin," sagði Ashley Cole.

„Ég var farinn að halda um tíma að þetta væri einn af þessum leikjum þar sem ekkert myndi ganga hjá okkur en það eru sterkir karakterar í liðinu og okkur tókst að landa þessu," sagði Cole sem hefur unnið bikarinn sex sinnum á síðustu átta árum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×