Íslenski boltinn

Viktor Bjarki kominn aftur til KR

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Viktor Bjarki á ferðinni með KR sumarið 2008.
Viktor Bjarki á ferðinni með KR sumarið 2008. Mynd/Valli

Viktor Bjarki Arnarsson skrifaði nú í kvöld undir þriggja ára samning við KR. Hann er ekki ókunnugur í herbúðum félagsins eftir að hafa leikið þar sem lánsmaður sumarið 2008.

„Það voru nokkrir möguleikar fyrir mig hér heima en KR var áhugaverðasti kosturinn. Ég þekki KR vel og líkar vel við Loga. Þetta á eftir að verða fínt sumar," sagði Viktor Bjarki sem hafði ekki áhuga á að vera í neðri deildunum í Noregi.

„Það er auðveldara að koma sér á framfæri í efstu deild hér en í neðri deildunum í Noregi. Ég stefni aftur út og til að ég nái því þarf ég að standa mig vel með KR."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×