Enski boltinn

Arsenal fékk fimm mörk á sig í Varsjá

Elvar Geir Magnússon skrifar
Lukasz Fabianski var ekki traustur í dag og gerði hann mörg mistök í Varsjá.
Lukasz Fabianski var ekki traustur í dag og gerði hann mörg mistök í Varsjá.

Arsene Wenger hlýtur að setja enn meiri kraft í leit sína að nýjum markverði eftir æfingaleik Arsenal í Varsjá í dag. Liðið vann Legia 6-5 en markvörðurinn Lukasz Fabianski var hlægilega slakur í leiknum.

Legia komst í 3-0 en Marouane Chamakh minnkaði muninn með skalla af stuttu færi. Emmanuel Eboue skoraði svo tvívegis og staðan orðin 3-3. Kieran Gibbs kom Arsenal svo yfir.

Legia náði að jafna í 4-4 áður en Jay Emmanuel-Thomas endurheimti forystuna. Samir Nasri innsiglaði sigurinn með marki úr aukaspyrnu áður en heimamenn minnkuðu muninn í 6-5 sem urðu lokatölur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×