Enski boltinn

Benitez: Ég tók Torres útaf af því að hann var orðinn þreyttur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rafael Benitez sést hér skipta Fernando Torres útaf.
Rafael Benitez sést hér skipta Fernando Torres útaf. Mynd/Getty Images
Rafael Benitez, stjóri Liverpool, þurfti að horfa upp á sína menn tapa dýrmætum stigum í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið náði aðeins 1-1 jafntefli á móti Birmingham. Liverpool er nú fjórum stigum á eftir Manchester City og er líka búið að leika leik meira.

„Þetta var frábær frammistaða hjá liðinu. Við fengum frábær færi í fyrri og seinni hálfleik og fullt af færum í lokin," sagði Rafael Benitez eftir leikinn.

„Við fengum á okkur klaufalegt mark og það var okkur dýrkeypt að þessu sinni. Liðið brást vel við eftir tapið á móti Benfica og liðið var mjög sókndjarft í þessum leik. Það eru því mikil vonbrigði að vinna ekki leik sem við spilum svona vel," sagði Rafael Benitez.

Rafael Benitez tók Fernando Torres útaf strax á 65. mínútu og það vakti furðu hjá mörgum.

„Ég tók Torres útaf af því að hann var orðinn þreyttur. Við spiluðum í 60 mínútur á tíu mönnum á móti Benfica og Torres var bara útkeyrður. Ngog nýttist okkur vel því hann var með ferska fætur. Hann hreyfði sig líka vel þann tíma sem hann spilaði," sagði Benitez.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×