Enski boltinn

Madrid með Bale í sigtinu?

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Gareth Bale gæti orðið eftirsóttur í janúar.
Gareth Bale gæti orðið eftirsóttur í janúar. GettyImages
Breskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Real Madrid muni gera tilboð í Gareth Bale leikmann Tottenham og reyna að fá hann til Spánar þegar félagaskiptaglugginn opnar á nýjan leik í janúar.

Bale hefur leikið feikilega vel í upphafi leiktíðar í ensku úrvaldsdeildinni og hafa fárráðamenn Real Madrid fylgst náið með framföngu kantmannsins frá Wales.

Samningur Bale við Tottenham rennur út árið 2014 en hann kom til liðsins frá Southampton árið 2007 þegar hann var aðeins 18 ára gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×