Erlent

Alvarlegasta tilraun til hryðjuverkaárásar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lars Barfoed telur að um sé að ræða alvarlegustu tilraun til hryðjuverkaárásar sem gerð hafi verið í Danmörku. Mynd/ afp.
Lars Barfoed telur að um sé að ræða alvarlegustu tilraun til hryðjuverkaárásar sem gerð hafi verið í Danmörku. Mynd/ afp.
Tilraunin sem gerð var til hryðjuverkaárásar í Danmörku í dag er alvarlegasta tilraunin sem gerð hefur verið hingað til þar í landi, segir Lars Barfoed, dómsmálaráðherra landsins. Fjórir hafa verið handteknir vegna málsins í Danmörku og sá fimmti var handtekinn í Svíþjóð.

Um er að ræða tvo menn sem búa í Svíþjóð en eru upprunnir frá Túnis, sá þriðji er upprunninn frá Líbanon en býr í Svíþjóð og sá fjórði er Íraki. Fimmti maðurinn hefur bara verið sagður vera sænskur en nánari deili á honum hafa ekki verið sögð.

Danska leyniþjónustan telur að mennirnir hafi ætlað að ráðast inn í höfuðstöðvar Jótlandspóstsins í Kaupmannahöfn og granda eins mörgum starfsmönnum þar og mögulegt væri vegna birtinga á skopmyndum árið 2005.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×