Enski boltinn

Villa staðfestir komu Pires

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Aston Villa hefur staðfest að Frakkinn Robert Pires muni ganga til liðs við félagið síðar í vikunni.

Franskir og enskir fjölmiðlar greindu frá þessu í morgun og þetta var staðfest á heimasíðu Villa nú síðdegis.

Pires er samningslaus eins og er en hann var síðast á mála hjá Villarreal á Spáni. Hann er 37 ára gamall hefur verið að æfa með gamla liði sínu, Arsenal, í haust.

Samkvæmt því ætti hann að geta spilað með Villa gegn Blackburn um helgina en Villa á svo leik gegn Arsenal um þarnæstu helgi.




Tengdar fréttir

Wenger er viss um að Pires standi sig hjá Aston Villa

Fréttir frá Frakkalandi herma að Robert Pires sér að fara að skrifa undir sex mánaða samning við Aston Villa í lok vikunnar en þessi fyrrum franski landsliðsmaður hefur verið án félags síðan að hann yfirgaf Villarreal eftir síðasta tímabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×