Enski boltinn

Ramires í læknisskoðun hjá Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ramires í leik með brasilíska landsliðinu.
Ramires í leik með brasilíska landsliðinu. Nordic Photos / AFP

Fréttastofa BBC staðhæfir í dag að Brasilíumaðurinn Ramires sé á góðri leið með að ganga til liðs við Chelsea og að hann sé í læknisskoðun hjá félaginu í dag.

Talið er líklegt að gerður verði fjögurra ára samningur við kappann sem er 23 ára miðvallarleikmaður. Kaupverðið er sagt vera um sautján milljónir punda en Ramires er samningsbundinn Benfice.

Þetta hefur staðið til í nokkurn tíma en málið hefur tafist þar sem að Benfica á ekki nema helmingshlut í samningarétti leikmannsins. Hinn helminginn á kaupsýslumaður sem starfar í Bretlandi.

En nú virðist sem svo að Chelsea hafi tekist að ganga frá samningsmálum og að Ramires klæðist bláu treyjunni innan skamms.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×