Enski boltinn

Bellamy á svörtum lista hjá City - Bannaður á æfingasvæðinu

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Craig Bellamy er á svörtum lista hjá Manchester City og er kominn í bann hjá félaginu. Það er vegna hegðunar hans gagnvart stjóra félagsins.

Bellamy er á leiðinni til Cardiff í heimalandi sínu, Wales. Þar mun hann æfa í vikunni en félagið vonar að hann taki launalækkun til að geta gengið í raðir félagsins þar sem hann ólst upp.

Leikmaðurinn er ekki velkominn á æfingasvæði City en honum var gert að æfa með varaliðinu á föstudaginn. Það fór illa í Bellamy sem er öskureiður.

City vill helst ekki selja hann til Tottenham sem vill líka kaupa hann, líkt og Celtic og Sunderland. Mark Hughes hjá Fulham vill reyndar kaupa Bellamy líka, líkt og Roque Santa Cruz og Shay Given.

Mancini sagði að Bellamy hefði sýnt sér óvirðingu og gerst sekur um óíþróttamannslega framkomu, því væri hann kominn í bann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×