Innlent

Michael Porter: Hættið að leita að sökudólgum hrunsins

Michael Porter, prófessor við Harvard-háskóla, segir að framtíð Íslands liggi í jarðvarmageiranum, sem sé óslípaður demantur Íslands. Til þess að fullnýta tækifæri landsins þurfi að bæta og einfalda regluverkið, og minnka hömlur á samkeppni.

Porter segir að Íslendingar verði að horfa fram á veginn og hætta að horfa í baksýnisspegilinn og leita að sökudólgum hrunsins. Ef þjóðin einbeiti sér að því að byggja upp og leita tækifæra, sé framtíð Íslands björt. Til framtíðar þurfi að huga að því að tengja krónuna við annan gjaldmiðil.

Sigríður Mogensen, fréttamaður á Stöð 2 hitti Michael Porter í morgun og ræddi við hann um þessi mál. Viðtalið má sjá hér að ofan í heild sinni en hægt er að horfa á það í stærri spilara undir liðnum Fréttir inni á Sjónvarpssíðu Vísis. Athugið að viðtalið er ótextað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×