Enski boltinn

Ronaldo: Ferguson er besti þjálfari heims

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Cristiano Ronaldo er ekki alveg búinn að gleyma tímanum hjá Man. Utd. Ronaldo talar afar fallega um Sir Alex Ferguson, stjóra Man.Utd, í viðtali við Metro.

Ronaldo kom ungur og ómótaður til United árið 2003 frá Sporting Lisbon. Undir handleiðslu Ferguson varð hann síðan að besta knattspyrnumanni í heimi.

Ronaldo varð þrisvar enskur meistari á tíma sínum hjá félaginu og vann þess utan meistaradeildina með United.

Portúgalinn hefur iðulega verið beðinn um að bera saman þá Ferguson og José Mourinho, þjálfara Real Madrid.

"Þeir eru líkir að vissu leyti. Þeir hafa báðir mikla reynslu og hafa unnið allt sem hægt er að vinna. Eini munurinn sem mér dettur í hug er að annar er eldri en hinn," sagði Ronaldo.

"Mér líkaði mjög vel við að vinna með Sir Alex. Okkur kom vel saman og hann er vinur minn í dag. Hann er að mínu mati besti þjálfari heims."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×