Enski boltinn

Wilkins hættur hjá Chelsea

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Chelsea kom á óvart í dag er félagið tilkynnti að Ray Wilkins væri hættur hjá félaginu. Samningur hans við félagið átti að renna út í lok leiktíðar. Ekki var áhugi á því að framlengja samninginn og Wilkins hætti því í dag.

Wilkins kom til félagsins árið 2008 þegar Luiz Felipe Scolari var stjóri hjá Chelsea.

Í yfirlýsingu frá Chelsea segir að félagið þakki Wilkins fyrir góð störf í þágu félagsins og honum er óskað alls hins besta í framtíðinni.

Wilkins er fyrrum leikmaður félagsins og var einnig í þjálfarateymi félagsins er Gianluca Vialli var stjóri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×