Enski boltinn

Beckham segist aldrei hafa talað við West Ham

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
David Beckham hefur engan áhuga á því að fara frá Los Angeles Galaxy og hefur aldrei talað við West Ham um að ganga í raðir enska félagsins.

Annar eigandi West Ham, David Gold, sagðist hafa rætt við Beckham um að hinn 35 ára gamli miðjumaður gengi í raðir Hamranna.

Talsmaður Beckham sendi frá sér yfirlýsingu í dag eftir frétt The Sun í morgun þar sem haft var eftir Beckham að hann myndi svara West Ham fljótlega.

Sagan er því uppspuni frá rótum hjá The Sun, ekki í fyrsta skipti, og eigandi West Ham laug því að hafa rætt við Beckham.

"Það hefur ekki verið rætt við West Ham og það hefur ekki boðið honum samning. David hefur enga hagsmuni af því að fara," sagði talsmaðurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×