Fótbolti

Nýr framherji til Monaco - Fær Eiður loksins að fara?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári í leik með Tottenham.
Eiður Smári í leik með Tottenham. Nordic Photos / Getty Images

Franska úrvalsdeildarfélagið AS Monaco festi í dag kaup á framherjanum Dieumerci Mbokani frá belgíska félaginu Standard Liege, að sögn franskra fjölmiðla í kvöld.

Þetta gæti þýtt að Eiður Smári Guðjohnsen sé nú loksins frjálst að fara frá félaginu nú þegar nýr framherji er kominn til Monaco í hans stað.

Eiður var lánaður til Tottenham á síðari hluta síðasta tímabils og hefur verið sagður á leið aftur þangað í allt sumar.

Ekkert hefur hins vegar borið á því og hefur Eiður verið orðaður til að mynda við Fulham, Birmingham og félag frá Dubai.

Guy Lacombe, stjóri Monaco, sagði fyrr í sumar að félagið myndi leita leiða til að gera Eiði kleift að snúa aftur til Englands en hann er samningsbundinn Monaco í eitt ár til viðbótar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×