Enski boltinn

Ráðning Hughes staðfest

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mark Hughes.
Mark Hughes. Nordic Photos / Getty Images

Fulham hefur staðfest ráðningu Mark Hughes sem knattspyrnustjóra liðsins en hann skrifaði í dag undir tveggja ára samning við félagið.

Hughes var rekinn frá Manchester City í desember í fyrra og tekur við af Roy Hodgson sem tók við Liverpool í sumar.

„Fulham hefur náð besta árangri í sögu félagsins á síðustu tveimur árum og ég er sannfærður um að við getum haldið áfram á þessari braut," sagði Hughes á heimasíðu félagsins.

Enskir fjölmiðlar telja líklegt að Hughes muni reyna að lokka til sín nokkra leikmenn frá City, til að mynda þá Craig Bellamy, Roque Santa Cruz og Stephen Ireland.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×