Enski boltinn

Wenger: Ekki búast við kraftaverki

Elvar Geir Magnússon skrifar
Robin Van Persie í leik gegn Hull.
Robin Van Persie í leik gegn Hull.

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, biður stuðningsmenn liðsins um að búast ekki við of miklu of snemma frá Robin Van Persie. Þessi frábæri sóknarmaður hefur verið frá vegna ökklameiðsla síðan í nóvember.

„Ekki búast við kraftaverki þegar leikmaður hefur verið frá þetta lengi. Við fögnum því að hann sé byrjaður að æfa af krafti en það tekur tvær til þrjár vikur fyrir hann að komast í leikform," segir Wenger. „Maður þarf nokkra leiki til að geta sýnt sitt besta aftur."

Annars er það að frétta af Van Persie að samkvæmt þýskum fjölmiðlum er hann efstur á óskalista þýska liðsins FC Bayern fyrir næsta tímabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×