Enski boltinn

Rooney banvænn í nýrri stöðu

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Rooney og Defoe fagna á föstudaginn.
Rooney og Defoe fagna á föstudaginn. AFP
Jermaine Defoe skoraði frábæra þrennu fyrir enska landsliðið í gærkvöldi en það er Wayne Rooney sem fær enn meiri athygli margra. Hann átti þátt í öllum mörkum leiksins í 4-0 sigri.

Rooney spilaði fyrir aftan Defoe sem var fremstur en oftar en ekki hefur Steven Gerrard spilað fyrir aftan Rooney í sömu stöðu. Nú var Gerrard á miðjunni með Gareth Barry en enginn Frank Lampard var í liðinu.

Defoe skoraði þrjú og Adam Johnson eitt.

"Ég spilaði með Wayne í annarri stöðu en oft áður. Hann stíð sig mjög vel. Hann átti að vera fyrir framan miðjumennina og vera í frjálsu hlutverki. Hann var frábær," sagði Fabio Capello eftir leikinn.

Defoe sjálfur hrósaði Rooney í hástert. "Það er alltaf gaman þegar sá sem maður spilar með vill að maður skori meira. Wayne sagði mér að halda áfram eftir annað markið og ná þrennunni. Þegar hún kom var hann fyrstur að fagna mér," sagði framherjinn.

Michael Dawson verður ekki með liðinu gegn Sviss á þriðjudag og því verður Phil Jagielka líklega í vörninni með Gary Cahill.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×