Fótbolti

Zlatan: Van Bommel er vælukjói

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Van Bommel er hér á ferðinni í leiknum.
Van Bommel er hér á ferðinni í leiknum.

Svíinn Zlatan Ibrahimovic var ekki par ánægður með framkomu Hollendingsins Mark Van Bommel í landsleik Svía og Hollendinga.

Zlatan og Van Bommel rifust harkalega eftir að leik lauk en Zlatan segir að Van Bommel sé grófur leikmaður.

"Hann tæklar alltaf mjög harkalega en þegar hann er sparkaður niður liggur hann vælandi í grasinu," sagði Zlatan pirraður.

Hann var líklega einnig pirraður yfir úrslitum leiksins en Holland vann leikinn, 4-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×