Enski boltinn

Hodgson getur ekki fengið Aquilani aftur í janúar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alberto Aquilani í leik með Juventus.
Alberto Aquilani í leik með Juventus. Nordic Photos / AFP
Roy Hodgson segir að þær sögusagnir séu ekki réttar að Alberto Aquilani sé aftur á leið til Liverpool í janúar næstkomandi.

Aquilani er samningsbundinn Liverpool en var lánaður til Juventus í sumar eftir að honum gekk illa að festa sig í sessi hjá félaginu á síðasta tímabili.

Honum hefur gengið vel hjá Juventus í vetur en Hodgson getur ekki fengið hann til baka strax í janúar.

„Nei, ég held að hann komi ekki aftur. Það er ekki hægt að breyta lánssamningnum. Hann var lánaður til loka tímabilsins og því verður ekki hægt að fá hann aftur fyrr en þá," sagði Hodgson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×