Enski boltinn

Leeds vann Coventry

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson. Nordic Photos / Getty Images

Aron Einar Gunnarsson og félagar í Coventry töpuðu í dag fyrir Leeds á heimavelli í ensku B-deildinni í knattspyrnu, 3-2.

Aron Einar spilaði allan leikinn fyrir Coventry sem lenti 2-0 undir í dag þökk sé mörkum þeirra Jonathan Howson og Robert Snodgrass fyrir Leeds.

Lucas Jutkiewicz minnkaði muninn fyrir Coventry áður en Max Gradel jók muninn aftur í tvö mörk með marki úr vítaspyrnu fyrir Leeds.

Ben Turner skoraði annað mark Coventry en nær komst liðið ekki.

Enginn Íslendingur var á skýrslu þegar að QPR vann Reading, 3-1. Heiðar Helguson var ekki með QPR vegna meiðsla og hið sama má segja um Brynjar Björn Gunnarsson og Ívar Ingimarsson hjá Reading.

QPR endurheimti toppsæti deildarinnar með sigrinum en liðið hafði gert fjögur jafntefli í röð fyrir daginn. Það er enn ósigrað í deildinni.

Cardiff getur endurheimt toppsætið á morgun með sigri á Swansea.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×