Enski boltinn

Fellaini frá í sex vikur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Marouane Fellaini í leik með Everton.
Marouane Fellaini í leik með Everton.

Marouane Fellaini verður frá næstu sex vikurnar en það staðfesti David Moyes, stjóri Everton, í dag.

Fellaini meiddist í leik með belgíska landsliðinu gegn því austurríska í undankeppni EM 2012 í vikunni.

Fellaini missti af síðustu þremur mánuðum síðasta tímabils vegna ökklameiðsla en hann er nú meiddur á lærvöðva.

Hann missir því af leik Everton gegn Liverpooll um helgina og þá er Phil Jagielka tæpur fyrir leikinn. Þeir Steven Pienaar, Victor Anichebe, Louis Saha og Jack Rodwell eru allir frá vegna meiðsla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×