Enski boltinn

Carroll æfði ekki í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images

Andy Carroll gat ekki tekið þátt í æfingu enska landsliðsins í dag og óvíst hvort hann geti spilað með liðinu í vináttulandsleiknum gegn Frökkum á miðvikudagskvöldið.

Carroll var valinn í landsliðið eftir að hafa staðið sig vel með Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í haust þrátt fyrir vandræði í einkalífinu utan vallarins.

„Það væri hræðilegt ef ég myndi missa af leiknum," sagði Carroll við enska fjölmiðla. „Það er draumur minn að spila fyrir enska landsliðið."

Carroll meiddist í leik Newcastle gegn Fulham á laugardaginn. „Ég fann fyrir sting í náranum þegar við vorum í einni sókninni en ég veit í raun ekki hvað gerðist," sagði hann enn fremur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×