„Þyrftu að breyta nafninu í fávitafélagið Nýtt Ísland“ 23. febrúar 2010 11:41 Nýtt Ísland. „Mín fyrstu viðbrögð þegar ég sá þetta voru þau að samtökin þyrftu að breyta nafninu í fávitafélagið Nýtt Ísland," segir Teitur Atlason, nemi í Alþjóðaviðskiptum í Gautaborg en nafn hans og staða hefur á sérkennilegan hátt slæðst inn í stefnumál samtakanna Nýtt Ísland. Undir liðnum efnahagsmál á heimasíðu þeirra má finna fjölmörg stefnumál samtakanna Nýs Íslands. Meðal annars vilja þeir afnema alla styrki til listamanna. Þá vilja þeir einnig skikka þá sem þiggja atvinnuleysisbætur í 30 prósent vinnu fyrir hið opinbera eftir að þeir hafi verið á atvinnuleysisskrá í þrjá mánuði. Svo segir á stefnuskránni: „Jákvætt verði tekið í að veita Teiti Atlasyni frekari námsstyrk við nám í Gautaborg." „Maður fer að hugsa með sér hvað þeir eru eiginlega að segja. Er þetta skot á mig sem námsmann? Eru þeir að gefa í skyn að allir námsmenn séu afætur?" spyr Teitur sem er undrandi á því að vera kominn á stefnuskrá samtakanna en sjálfur hefur hann gagnrýnt Nýtt Ísland harkalega á bloggi sínu á dv.is undanfarnar vikur. Teitur Atlason. „Þetta sýnir bara hverskonar samtök þetta eru, þetta eru í raun bara vitleysingar," segir Teitur sem er undrandi að samtökin skuli svara gagnrýni í bloggheimum með þessum hætti. „Og það versta við málið er að þetta er ekki einu sinni fyndið. Ég er þegar búinn að vara við fasískum tilhneigingum þessa félags en þeir fara inn á þennan reiðimarkað og hræra í fólki. Það er stórhættulegt og ekkert fyndið við það," segir Teitur sem þykir full ástæða til þess að vara við samtökunum sem hingað til hafa verið í fréttum vegna mótmæla þar sem stökkbreyttum myntkörfulánum er harðlega mótmælt. Teitur segir ábyrgð fjölmiðla mikla þar sem samtökunum hafi verið gefin of mikil athygli að hans mati og það gagnrýnislaust. Þá heldur hann því fram að fjórir einstaklingar úr stjórn VR séu í félaginu. Það rímar við ályktun stjórnar VR í lok janúar en þar harmaði meirihluti stjórnarinnar að stjórnarmenn innan VR tengdust samtökunum sem meðal annars hafa það á stefnuskrá sinni „að leggja niður Alþingi Íslendinga. Samtök þessi, Nýtt Ísland, voru stofnuð í tengslum við kosningar í VR á síðasta ári en beina nú kröftum sínum að því að brjóta félagið niður," sagði í ályktuninni. Þá gagnrýnir Teitur einnig Borgarahreyfinguna fyrir að leggja lag sitt við Nýtt Ísland.„Ég fæ þá ekki betur séð en að formaður Borgarahreyfingarinnar sé sammála stefnumálum Nýs Íslands," segir Teitur að lokum. Tengdar fréttir Nýtt Ísland tilbúið að veita bloggara frekari námsstyrki Samtökin Nýtt Ísland, sem hafa staðið fyrir bílamótmælum fyrir utan lánastofnanir undanfarna mánuði til þess að mótmæla breyttum myntkörfulánum, hafa athyglisverð mál á sinni stefnuskrá. Þá vekur mesta athygli stefnumálið þeirra er varðar bloggarann Teit Atlason sem skrifar á heimasíðu DV. 23. febrúar 2010 09:59 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fleiri fréttir Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Sjá meira
„Mín fyrstu viðbrögð þegar ég sá þetta voru þau að samtökin þyrftu að breyta nafninu í fávitafélagið Nýtt Ísland," segir Teitur Atlason, nemi í Alþjóðaviðskiptum í Gautaborg en nafn hans og staða hefur á sérkennilegan hátt slæðst inn í stefnumál samtakanna Nýtt Ísland. Undir liðnum efnahagsmál á heimasíðu þeirra má finna fjölmörg stefnumál samtakanna Nýs Íslands. Meðal annars vilja þeir afnema alla styrki til listamanna. Þá vilja þeir einnig skikka þá sem þiggja atvinnuleysisbætur í 30 prósent vinnu fyrir hið opinbera eftir að þeir hafi verið á atvinnuleysisskrá í þrjá mánuði. Svo segir á stefnuskránni: „Jákvætt verði tekið í að veita Teiti Atlasyni frekari námsstyrk við nám í Gautaborg." „Maður fer að hugsa með sér hvað þeir eru eiginlega að segja. Er þetta skot á mig sem námsmann? Eru þeir að gefa í skyn að allir námsmenn séu afætur?" spyr Teitur sem er undrandi á því að vera kominn á stefnuskrá samtakanna en sjálfur hefur hann gagnrýnt Nýtt Ísland harkalega á bloggi sínu á dv.is undanfarnar vikur. Teitur Atlason. „Þetta sýnir bara hverskonar samtök þetta eru, þetta eru í raun bara vitleysingar," segir Teitur sem er undrandi að samtökin skuli svara gagnrýni í bloggheimum með þessum hætti. „Og það versta við málið er að þetta er ekki einu sinni fyndið. Ég er þegar búinn að vara við fasískum tilhneigingum þessa félags en þeir fara inn á þennan reiðimarkað og hræra í fólki. Það er stórhættulegt og ekkert fyndið við það," segir Teitur sem þykir full ástæða til þess að vara við samtökunum sem hingað til hafa verið í fréttum vegna mótmæla þar sem stökkbreyttum myntkörfulánum er harðlega mótmælt. Teitur segir ábyrgð fjölmiðla mikla þar sem samtökunum hafi verið gefin of mikil athygli að hans mati og það gagnrýnislaust. Þá heldur hann því fram að fjórir einstaklingar úr stjórn VR séu í félaginu. Það rímar við ályktun stjórnar VR í lok janúar en þar harmaði meirihluti stjórnarinnar að stjórnarmenn innan VR tengdust samtökunum sem meðal annars hafa það á stefnuskrá sinni „að leggja niður Alþingi Íslendinga. Samtök þessi, Nýtt Ísland, voru stofnuð í tengslum við kosningar í VR á síðasta ári en beina nú kröftum sínum að því að brjóta félagið niður," sagði í ályktuninni. Þá gagnrýnir Teitur einnig Borgarahreyfinguna fyrir að leggja lag sitt við Nýtt Ísland.„Ég fæ þá ekki betur séð en að formaður Borgarahreyfingarinnar sé sammála stefnumálum Nýs Íslands," segir Teitur að lokum.
Tengdar fréttir Nýtt Ísland tilbúið að veita bloggara frekari námsstyrki Samtökin Nýtt Ísland, sem hafa staðið fyrir bílamótmælum fyrir utan lánastofnanir undanfarna mánuði til þess að mótmæla breyttum myntkörfulánum, hafa athyglisverð mál á sinni stefnuskrá. Þá vekur mesta athygli stefnumálið þeirra er varðar bloggarann Teit Atlason sem skrifar á heimasíðu DV. 23. febrúar 2010 09:59 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fleiri fréttir Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Sjá meira
Nýtt Ísland tilbúið að veita bloggara frekari námsstyrki Samtökin Nýtt Ísland, sem hafa staðið fyrir bílamótmælum fyrir utan lánastofnanir undanfarna mánuði til þess að mótmæla breyttum myntkörfulánum, hafa athyglisverð mál á sinni stefnuskrá. Þá vekur mesta athygli stefnumálið þeirra er varðar bloggarann Teit Atlason sem skrifar á heimasíðu DV. 23. febrúar 2010 09:59