Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Þorsteinn Hjálmsson skrifar 25. september 2025 19:00 vísir/diego FH fékk Val í heimsókn í Kaplakrika í dag í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna eftir tvískiptingu deildarinnar. Lauk leiknum með 1-1 jafntefli í tvískiptum leik. Það voru stórar fréttir fyrir leik þegar byrjunarliðin birtust. Inn í byrjunarlið Vals var Arna Sif Ásgrímsdóttir mætt, en hún hefur verið frá fótbolta síðan í febrúar 2024 vegna meiðsla og barneigna og því ekki leikið í Bestu deildinni síðan 2023. Arna Sif var einmitt valin besti leikmaður deildarinnar árið 2023 og 2022 af umfjöllunarþættinum Bestu mörkunum á Sýn Sport. Leikurinn fór rólega af stað og lítið um marktækifæri. Valskonur áttu þó nokkur ágætis upphlaup eftir um korters leik en FH-ingar í litlum vandræðum með að loka á það. Á 26. mínútu átti Jasmín Erla skot í slá. Fékk hún þá boltann skoppandi til sín á vítateigslínunni og skot hennar fór í boga og ofan á slánna. Stefndi í að þetta yrði álitlegasta færi fyrri hálfleiksins, en á markamínútunni, 43. mínútu, skoraði Fanndís Friðriksdóttir gott mark. Tók hún þá við boltanum á fjær svæðinu og kláraði vel eftir fyrirgjöf frá vinstri frá Önnu Rakel Pétursdóttur. Gestirnir því með eins marks forystu í hálfleik. Heimakonur voru þó ekki lengi að jafna leikinn í seinni hálfleik. Á 53. mínútu átti Málfríður Anna, varnarmaður Vals, hræðilega hreinsun beint í Thelmu Karen sem slapp þar með ein í gegn og kláraði færið sitt auðveldlega. Sýndu FH-ingar klærnar í kjölfarið og áttu nokkur mjög álitleg marktækifæri sem ekki tókst þó að nýta. Tinna Brá varði í nokkur skipti mjög vel á þessum kafla. Pressa FH jókst því sem á leið og fékk liðið tvö algjör dauðafæri sem Tinna Brá varði stórkostlega í marki Vals á lokakaflanum. Lauk leiknum því með jafntefli. Atvik leiksins Í raun var vendipunktur leiksins í lokin þegar Tinna Brá lokaði rammanum hjá Val og kom í veg fyrir að FH næði inn sigurmarki, sem þær svo sannarlega áttu skilið miðað við frammistöðuna í síðari hálfleik. Stjörnur og skúrkar Arna Sif þarf að vera sett í þennan stjörnuflokk fyrir það að vera mætt aftur út á völl. Hún átti einnig fínan dag í miðri vörn Vals, en liðið lék í þriggja manna varnarlínu með vængbakverði. Thelma Karen Pálmadóttir var einnig öflug á kantinum hjá FH og fór nokkrum sinnum illa með varnarmenn Vals auk þess að skora mark FH í leiknum. Svo vil ég nefna Tinnu Brá aftur sem tryggði þetta stig fyrir sínar konur í Val með góðum vörslum undir lokin. Málfríður Anna var með hræðilega tilburði í varnarleik sínum þegar FH skoraði. Hreinsaði boltann beint í Thelmu Karen, en hún hafði getað athafnað sig mun hraðar og komið boltanum frá fyrr eða jafnvel til baka á Tinnu Brá. Dómarar Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson og hans teymi áttu fínan leik. Heldur rólegur dagur á skrifstofunni hjá þeim í dag í frekar prúðum leik. Stemning og umgjörð Glataður leiktími fyrir knattspyrnuleik, 16:15 á virkum degi. Var mætingin þó þokkaleg þar sem ungir iðkendur FH fjölmenntu og létu til sín taka á trommunum. Í síðari hálfleik bætti svo í fjöldann í stúkunni. Guðni Eiríksson: „Við þurfum að gjöra svo vel og vinna næsta leik“ Guðni Eiríksson, þjálfari FH.Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Leikur tveggja hálfleika hjá FH-liðinu. Döpur frammistaða í fyrri hálfleik svo ekki sé meira sagt,“ sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, eftir leikinn. Guðni segir sitt lið hafa verið miklu betra í síðari hálfleik. „Það voru allskonar ástæður fyrir því og við fórum yfir það í hálfleik hvað olli því og FH-liðið mætti til leiks í seinni hálfleik eins og það á best að sér að vera. Við keyrðum yfir þær í seinni hálfleik og ótrúlegt að við gerum bara eitt mark í seinni hálfleik. Það er ekki hægt að biðja um mikið meira en að spila sig í gegnum andstæðinginn og komast einn á móti markmanni. Við gerðum það í nokkur skipti en nýttum það ekki og þess vegna fór þetta jafntefli.“ FH-ingar eru með markmið fyrir lokakaflann. Það er að halda í annað sætið og tryggja þátttöku þar með í Evrópukeppni. „Við þurfum bara að hugsa um okkur og við erum að berjast um þetta Evrópusæti. Við þurfum að vinna leiki í úrslitakeppninni til þess að ná því. Sem betur fer getum við bara verið að hugsa um okkur en ekki að pæla í úrslitum annarra. Það skiptir engu máli hvernig leikir fara í kvöld svo framarlega sem við gerum okkar inn á vellinum. Við þurfum að gjöra svo vel og vinna næsta leik til þess að eiga möguleika á þessu Evrópusæti.“ Besta deild kvenna FH Valur
FH fékk Val í heimsókn í Kaplakrika í dag í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna eftir tvískiptingu deildarinnar. Lauk leiknum með 1-1 jafntefli í tvískiptum leik. Það voru stórar fréttir fyrir leik þegar byrjunarliðin birtust. Inn í byrjunarlið Vals var Arna Sif Ásgrímsdóttir mætt, en hún hefur verið frá fótbolta síðan í febrúar 2024 vegna meiðsla og barneigna og því ekki leikið í Bestu deildinni síðan 2023. Arna Sif var einmitt valin besti leikmaður deildarinnar árið 2023 og 2022 af umfjöllunarþættinum Bestu mörkunum á Sýn Sport. Leikurinn fór rólega af stað og lítið um marktækifæri. Valskonur áttu þó nokkur ágætis upphlaup eftir um korters leik en FH-ingar í litlum vandræðum með að loka á það. Á 26. mínútu átti Jasmín Erla skot í slá. Fékk hún þá boltann skoppandi til sín á vítateigslínunni og skot hennar fór í boga og ofan á slánna. Stefndi í að þetta yrði álitlegasta færi fyrri hálfleiksins, en á markamínútunni, 43. mínútu, skoraði Fanndís Friðriksdóttir gott mark. Tók hún þá við boltanum á fjær svæðinu og kláraði vel eftir fyrirgjöf frá vinstri frá Önnu Rakel Pétursdóttur. Gestirnir því með eins marks forystu í hálfleik. Heimakonur voru þó ekki lengi að jafna leikinn í seinni hálfleik. Á 53. mínútu átti Málfríður Anna, varnarmaður Vals, hræðilega hreinsun beint í Thelmu Karen sem slapp þar með ein í gegn og kláraði færið sitt auðveldlega. Sýndu FH-ingar klærnar í kjölfarið og áttu nokkur mjög álitleg marktækifæri sem ekki tókst þó að nýta. Tinna Brá varði í nokkur skipti mjög vel á þessum kafla. Pressa FH jókst því sem á leið og fékk liðið tvö algjör dauðafæri sem Tinna Brá varði stórkostlega í marki Vals á lokakaflanum. Lauk leiknum því með jafntefli. Atvik leiksins Í raun var vendipunktur leiksins í lokin þegar Tinna Brá lokaði rammanum hjá Val og kom í veg fyrir að FH næði inn sigurmarki, sem þær svo sannarlega áttu skilið miðað við frammistöðuna í síðari hálfleik. Stjörnur og skúrkar Arna Sif þarf að vera sett í þennan stjörnuflokk fyrir það að vera mætt aftur út á völl. Hún átti einnig fínan dag í miðri vörn Vals, en liðið lék í þriggja manna varnarlínu með vængbakverði. Thelma Karen Pálmadóttir var einnig öflug á kantinum hjá FH og fór nokkrum sinnum illa með varnarmenn Vals auk þess að skora mark FH í leiknum. Svo vil ég nefna Tinnu Brá aftur sem tryggði þetta stig fyrir sínar konur í Val með góðum vörslum undir lokin. Málfríður Anna var með hræðilega tilburði í varnarleik sínum þegar FH skoraði. Hreinsaði boltann beint í Thelmu Karen, en hún hafði getað athafnað sig mun hraðar og komið boltanum frá fyrr eða jafnvel til baka á Tinnu Brá. Dómarar Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson og hans teymi áttu fínan leik. Heldur rólegur dagur á skrifstofunni hjá þeim í dag í frekar prúðum leik. Stemning og umgjörð Glataður leiktími fyrir knattspyrnuleik, 16:15 á virkum degi. Var mætingin þó þokkaleg þar sem ungir iðkendur FH fjölmenntu og létu til sín taka á trommunum. Í síðari hálfleik bætti svo í fjöldann í stúkunni. Guðni Eiríksson: „Við þurfum að gjöra svo vel og vinna næsta leik“ Guðni Eiríksson, þjálfari FH.Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Leikur tveggja hálfleika hjá FH-liðinu. Döpur frammistaða í fyrri hálfleik svo ekki sé meira sagt,“ sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, eftir leikinn. Guðni segir sitt lið hafa verið miklu betra í síðari hálfleik. „Það voru allskonar ástæður fyrir því og við fórum yfir það í hálfleik hvað olli því og FH-liðið mætti til leiks í seinni hálfleik eins og það á best að sér að vera. Við keyrðum yfir þær í seinni hálfleik og ótrúlegt að við gerum bara eitt mark í seinni hálfleik. Það er ekki hægt að biðja um mikið meira en að spila sig í gegnum andstæðinginn og komast einn á móti markmanni. Við gerðum það í nokkur skipti en nýttum það ekki og þess vegna fór þetta jafntefli.“ FH-ingar eru með markmið fyrir lokakaflann. Það er að halda í annað sætið og tryggja þátttöku þar með í Evrópukeppni. „Við þurfum bara að hugsa um okkur og við erum að berjast um þetta Evrópusæti. Við þurfum að vinna leiki í úrslitakeppninni til þess að ná því. Sem betur fer getum við bara verið að hugsa um okkur en ekki að pæla í úrslitum annarra. Það skiptir engu máli hvernig leikir fara í kvöld svo framarlega sem við gerum okkar inn á vellinum. Við þurfum að gjöra svo vel og vinna næsta leik til þess að eiga möguleika á þessu Evrópusæti.“