Innlent

Nýtt Ísland kastaði tómötum í Íslandsbanka

Frá mótmælum. Mynd úr safni.
Frá mótmælum. Mynd úr safni.

Um 120 bílaeigendur mættu og þeyttu flautur sínar fyrir utan Íslandsbanka við Kirkjusand í hádeginu í dag en það voru samtökin Nýtt Ísland sem skipulögðu mótmælin.

Samkvæmt tilkynningu á heimasíðu samtakanna kemur fram að sumir hafi kastað tómötum í bankann en samtökin mótmæltu stökkbreyttum myntkörfulánum.

Samtökin krefjast þess að öll lán færist aftur til árámóta 2007-2008 og /eða undirritun greiðsluyfirlita verði látin standa.

Þá krefjast samtökin einnig að Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, Árna Tómassyni, formanni skilanefndar Glitnis og Friðriki Sophussyni, stjórnarformanni Íslandsbanka, verði vikið úr bankanum og atvinnulausum aðilum boðið stjórnarstörfin í stað þeirra.


Tengdar fréttir

Nýtt Ísland blæs til mótmæla

Nýtt Ísland blæs til áttundu bílalána mótmæla fyrir utan höfuðstöðvar Íslandsbanka að Kirkjusandi klukkan 12:15 í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×