Innlent

Útivistarfólk fórnalömb þjófa

Brotist var inn í nokkra bíla á ýmsum stöðum á höfuborgarsvæðinu um helgina, meðal annars á bílastæðum við útivistarsvæði, en átta slíkar tilkynningar bárust lögreglunni.

Úr þeim var stolið GPS-tækjum, veskjum með greiðslukortum í, radarvara og Ipod.

Sem fyrr ítrekar lögreglan að verðmæti séu ekki skilin eftir í bílum. Sé það óumflýjanlegt er mikilvægt að slíkir hlutir séu ekki í augsýn.

Þá var dekkjum stolið undan tveimur bílum en karl á þrítugsaldri var handtekinn í tengslum við rannsókn annars málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×