Enski boltinn

Gylfi orðaður við Manchester United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Sigurðsson.
Gylfi Sigurðsson. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Gylfi Sigurðsson gæti verið á leiðinni á Old Trafford ef marga má nýjustu fréttir í enskum miðlum. Gylfi hefur slegið í gegn hjá þýska liðinu Hoffenheim og það er vitað af áhuga margra stórra félaga á íslenska landsliðsmanninum sem er nú með landsliðinu á leið til Ísrael.

Enski vefmiðillinn Talksport segir frá því í dag að enska stórliðið Manchester United hafi nú bæst í hóp þeirra félaga sem hafa áhuga á að kaupa Gylfa frá Hoffenheim.

Gylfi hefur þegar skorað fjögur mörk fyrir Hoffenheim í þýsku deildinni og þá er enginn búinn að gleyma glæsimörkunum hans í seinni umspilsleiknum á móti Skotum sem tryggðu 21 árs landsliðinu sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins næsta sumar.

Samkvæmt fréttinni á Talksport voru njósnarar Manchester United meðal áhorfenda á Skotaleiknum en það eru margir sem eru spenntir við að fá til sín þennan 21 árs gamla leikmann.

Hoffenheim keypti Gylfa á kringum sex milljónir punda en það er talað um að verðmiði hans hafi þegar hækkað upp í níu milljónir punda á þessum fáu mánuðum sem hann hefur spilað í Þýskalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×