Enski boltinn

Poulsen verður áfram hjá Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Umboðsmaður Danans Christian Poulsen segir að leikmaðurinn verði áfram í herbúðum Liverpool þrátt fyrir erfiðleika í upphafi tímabilsins.

Poulsen var keyptur frá Juventus í sumar en hefur ekki náð sér á strik í Englandi. Enskir fjölmiðlar hafa fullyrt að hann verði seldur í janúar næstkomandi.

„Christian er ánægður hjá Liverpool," sagði umboðsmaðurinn Jorn Bonnesen í samtali við danska fjölmiðla. „Hann mun ekki fara frá félaginu með skottið á milli lappanna. Hann mun berjast fyrir sæti í liðinu og sýna að hann eigi heima í því."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×