Enski boltinn

Ancelotti kallar allt Chelsea-liðið á fund á fimmtudaginn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea.
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea. Mynd/AP
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, var skiljanlega allt annað en sáttur með vandræðalegan 0-3 skell liðsins á heimavelli á móti Sunderland um helgina. Ancelotti þarf þó að bíða þar til á fimmtudaginn til að fara yfir málin með sínum leikmönnum því stór hluti liðsins er farinn í landsliðsverkefni.

Ancelotti sagði eftir leikinn að þetta hafi verið versta frammistaða Chelsea-liðsins síðan að hann settist í stjórastólinn á Stamford Bridge fyrir 18 mánuðum síðan.

„Við verðum að boða liðið á fund á fimmtudaginn þegar menn koma til baka eftir landsliðsverkefnin. Við þurfum að fara yfir það sem gerðist," sagði Ancelotti.

Chelsea var búið að vinna fyrstu sex heimaleiki sína í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu með markatölunni 17-0 og var ennfremur búið að ná í 28 af 36 mögulegum stigum fyrir þennan afdrifaríka leik á móti lærisveinum Steve Bruce.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×