Fótbolti

Ragnar: Stigin skipta máli en ekki frammistaðan

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ragnar og félagar í baráttunni í kvöld. Mynd/Vilhelm
Ragnar og félagar í baráttunni í kvöld. Mynd/Vilhelm

„Það er margt jákvætt í okkar leik en það bara skiptir engu máli þegar maður fær enginn stig,“ sagði Ragnar Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir tapið gegn portúgalska landsliðinu í kvöld en leikurinn endaði 1-3.

Núna verðum við bara að einbeita okkur að næsta leik og reyna að vinna hann.“

„Leikurinn þróaðist í raun eins og við bjuggumst við, þeir voru meira með boltann og við þurftum að verjast. Við vorum stórhættulegir í föstum leikatriðum en náðum bara ekki að nýta þau færi,“ sagði Ragnar.

,Það er hrikalega svekkjandi að fá á sig svona mörk lengst utan af velli þegar okkur finnst varnarlínan vera að halda ágætlega. Alveg frá fyrsta manni og fram að þeim fremsta þá fannst mér varnarvinnan vera fínn og það er eitthvað sem við getum byggt á,“ sagði Ragnar Sigurðsson frekar súr eftir leikinn í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×