Enski boltinn

Ferdinand á leið í steininn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Búið er að gefa út handtökuskipun á Anton Ferdinand, varnarmann Sunderland. Hann átti að mæta fyrir dómara í gær þar sem hann var fundinn sekur um að keyra og tala í símann á sama tíma.

Þar sem Ferdinand lét ekki sjá sig í réttarsalnum var gefin út handtökuskipun á hann.

Ferdinand mun missa ökuskírteinið í einhvern tíma þar sem hann var þegar kominn með níu punkta er hann var tekinn með símann undir stýri.

Það að Ferdinand hafi ekki mætt í dómssal í gær gæti reynst honum dýrt því nú getur lögreglan stungið honum í steininn og haldið honum þar þangað til málið verður næst tekið fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×