Enski boltinn

Phil Neville ætlar út í þjálfun

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Phil Neville, fyrirliði Everton, ætlar að vera áfram í boltanum eftir að hann leggur skóna á hilluna. Neville stefnir nefnilega á að gerast knattspyrnustjóri er ferlinum lýkur.

Hinn 33 ára gamli Neville viðurkennir að það styttist í að hann hætti að sparka í bolta.

"Ég er kominn á þann stað í lífinu að ég þarf að huga að næsta kafla. Að sjálfsögðu elska ég að spila fótbolta og mér finnst eðlilegt að vera áfram viðloðandi fótboltann," sagði Neville sem ætlar ekki að tjalda til einnar nætur.

"Ég hef verið í sama starfinu í mörg og hef 35 ár til þess að sinna næsta starfi. Það þýðir að ég ætla í þjálfun."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×