Innlent

Samtök lánþega vöruðu bankastarfsmenn við persónulegum ábyrgðum

Arion Banki.
Arion Banki.

Samtök lánþega dreifðu í morgun tilkynningu til allra starfsmanna Arion Banka þar sem samtökin bentu á ábyrgð starfsmanna gagnvart viðskiptavinum sínum.

Tilkynningin verður jafnframt send á Samband íslenskra bankamanna og þess óskað að SÍB verði Samtökum lánþega innan handar við að koma tilkynningunni til allra starfsmanna í íslenskum bönkum.

Tilefni tilkynningarinnar var að benda starfsmönnum fjármálafyrirtækja á þá ábyrgð sem þeir bera gagnvart viðskiptavinum og jafnframt það mat samtakanna að ráðgjöf starfsfólks bankans hafi oft verið röng og því valdið viðskiptavinum tjóni.

Þar af leiðandi kunni starfsmaður að vera persónulega ábyrgur fyrir hugsanlegum skaða.

Í bréfinu sem samtökin sendu frá sér stendur meðal annars: „Nú þegar íhuga margir lántakendur lögsöknir, persónulega á hendur einstökum starfsmönnum fjármálastofnana sem ætla má að hafi brotið gróflega á viðskiptavinum með gjörðum sínum á undanförnum misserum, enda leikur mikill vafi á lögmæti innheimtu á lánum almennings, bæði verð--og gengistryggðum, sem og gæðum þeirrar ráðgjafar sem viðskiptavinir hafa þegið hjá einstökum starfsmönnum."

Hægt er að lesa bréfið í heild hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×