Fótbolti

Heiðar: Tökum lítið jákvætt úr þessum leik

Stefán Árni Pálsson skrifar
Heiðar var grimmur í kvöld. Mynd/Anton
Heiðar var grimmur í kvöld. Mynd/Anton

„Tölurnar gefa ekki rétta mynd af leiknum,“ sagði Heiðar Helguson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir tapið gegn Portúgal í kvöld.

„Þeir skora tvö svakaleg mörk og lítið hægt að gera við þeim. Ég efast um að þessi Raul Meireles eigi eftir að skora svona mark aftur á ferlinum.

Leikurinn þróaðist nokkurn veginn eins og við áttum von á að þeir yrðu mikið með boltann. Við hefðum samt sem áður  átt að gera mun meira atlögu að boltanum og reyna að halda honum meira innan liðsins,“ sagði Heiðar.

„Þegar líður á leikinn þá verður það alltaf erfiðara að elta boltann og við fórum að þreyttast töluvert,“sagði Heiðar.

„Við verðum samt að horfast í augu við það að þetta er enn eitt tapið og það er ekki margt jákvætt sem við getum tekið frá þessum leik,“ sagði Heiðar Helguson svekktur eftir leikinn í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×