Fótbolti

Gamli aðstoðarmaður Beckenbauer þjálfar ástralska landsliðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Holger Osieck og Franz Beckenbauer fagna heimsmeistaratitlinum 1990.
Holger Osieck og Franz Beckenbauer fagna heimsmeistaratitlinum 1990. Mynd/Getty Images
Þjóðverjinn Holger Osieck hefur verið ráðinn þjálfari ástralska landsliðsins í fótbolta og tekur við starfi Hollendingsins Pim Verbeek sem stýrði Áströlum á HM í Suður-Afríku í sumar.

Það kemur mörgum á óvart að Holger Osieck fékk starfið en búist var við að annaðhvort Carlos Parreira, þjálfari Suður-Afríku, eða Paul Le Guen, þjálfari Kamerún, yrðu ráðnir.

Holger Osieck er 61 árs gamall og fyrrum þjálfari kanadíska landsliðsins. Hann var aðstoðarmaður Franz Beckenbauer þegar Þjóðverjar urðu heimsmeistarar á Ítalíu fyrir tuttugu árum. Hann hefur ekkert þjálfað síðan að hann hætti með japanska liðið Urawa Red Diamonds árið 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×