Enski boltinn

Áfall fyrir Tottenham - Huddlestone frá í þrjá mánuði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tom Huddlestone, leikmaður Tottenham.
Tom Huddlestone, leikmaður Tottenham. Nordic Photos / Getty Images

Tottenham varð fyrir áfalli í dag er fréttir bárust af því Tom Huddlestone verði frá næstu þrjá mánuðina vegna ökklameiðsla.

Huddlestone missti af leik Tottenham gegn Blackburn um helgina og fór í læknisskoðun í dag. Niðurstaðan mun vera sú að hann þurfi að fara í aðgerð.

„Eftir ráðfæringar við nokkra sérfræðinga um ökklameiðsli var ákveðið að Tom Huddlestone fari í aðgerð á hægri ökklanum," sagði í yfirlýsingu sem birtist á heimasíðu Tottenham í dag. „Það er líklegt að hann verði frá keppni í um þrjá mánuði."

Huddlestone mun því missa af þeim leikjum sem Tottenham á eftir í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu sem og mörgum mikilvægum leikjum í ensku úrvalsdeildinni.

Hann bætist því hóp þeirra Jermain Defoe, Michael Dawson, Jamie O'Hara og Jonathan Woodgate, leikmanna Tottenham sem allir eru frá í langan tíma vegna meiðsla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×