Vátryggingafélag Íslands hf., betur þekkt sem VÍS, hefur ákveðið að styrkja sundkonuna Ragnheiði Ragnarsdóttur sem stefnir á þátttöku á sínum þriðju Ólympíuleikum í London eftir tvö ár.
VÍS og Sunddeild KR efna til kynningarfundar á föstudaginn þar sem VÍS og Ragnheiður munu undirrita samstarfs- og styrktarsamning sem verður kynntur nánar á fundinum.
Ragnheiður er í hópi fremstu afreksíþróttamanna okkar og stefnir ótrauð á sína þriðju Ólympíuleika í London 2012 en það ár á hún 20 ára sundafmæli. Samningurinn við VÍS mun auðvelda henni að ná markmiðum sínum og halda sér í hópi bestu sundkvenna í heimi.
VÍS styrkir Ragnheiði Ragnarsdóttur sundkonu
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“
Íslenski boltinn




Rio setti nýtt Liverpool met
Enski boltinn

Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta
Íslenski boltinn

Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin
Enski boltinn

Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu
Íslenski boltinn

Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks
Enski boltinn
