Erlent

Reynir á styrk Berlusconis

Silvio Berlusconi Reyndi sitt besta til að fá hægrisinna á kjörstað.
fréttablaðið/AP
Silvio Berlusconi Reyndi sitt besta til að fá hægrisinna á kjörstað. fréttablaðið/AP
Ítalía, AP Ítalir bíða spenntir eftir fyrstu úrslitum sveitarstjórnarkosninga, sem birt verða í kvöld. Þá kemur í ljós hvort vinsældir Silvio Berlusconis hafa dalað í kjölfar hneykslismála og versnandi efnahagsástands.

Kosningarnar hófust í gær en verður haldið áfram í dag. Alls er kosið í þrettán af tuttugu héruðum landsins, sem þýðir að litið er á kosningarnar sem eins konar prófraun á afstöðu þjóðarinnar til forsætisráðherrans.

Berlusconi hvatti stuðningsmenn sína til að mæta á kjörstað í gær og tryggja að kosningaþátttaka verði ekki lítil.- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×