Enski boltinn

Adam Johnson stefnir á HM

Elvar Geir Magnússon skrifar
Adam Johnson.
Adam Johnson.

Adam Johnson þráir að taka sætið sem var ætlað David Beckham í leikmannahópi Englands fyrir heimsmeistaramótið. Þessi 22 ára vængmaður Manchester City kom frá Middlesbrough í janúar.

Hann hefur átt skínandi leiki fyrir U21-landsliðið og skoraði jöfnunarmark City gegn Sunderland um helgina.

„Ég held í vonina meðan möguleikinn er til staðar. Ég kom til greina í leikmannahópinn gegn Egyptalandi svo ég er ekki langt frá hópnum," segir Johnson er er örvfættur en getur spilað á báðum köntum.

„Ég ætla að reyna að halda áfram að standa mig vel hjá City og þá er aldrei að vita hvað gerist."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×