Fótbolti

Bronckhorst myndi skrópa í lyfjapróf í úrslitaleiknum

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Það voru stutt fagnaðarlæti hjá Bronckhorst.
Það voru stutt fagnaðarlæti hjá Bronckhorst. GettyImages
Giovanni van Bronckhorst ætlar að neita að mæta í lyfjapróf ef Holllendingar verða heimsmeistarar. Þeir sem eru kallaðir í lyfjapróf þurfa að eyða miklum tíma í það og missa því af fagnaðarlátunum. Bronckhorst var fenginn í lyfjapróf eftir leikinn gegn Úrúgvæ. "Ég er ekki að fara í lyfjapróf. Þetta er síðasti leikurinn minn sem atvinnuknattspyrnumaður. Ég fór af velli eftir leikinn gegn Úrúgvæ og þurfti að taka lyfjapróf strax." "Það var synd því ég missti af öllum fagnaðarlátunum. Ég var ekki í búningsklefanum í klukkutíma og fimmtán mínútur." "Þetta er síðasti leikur ferilsin míns og það verður úrslitaleikur HM. Ég vil ekki missa af neinu. Þetta gæti ekki verið betra," sagði Bronckhorst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×