Íslenski boltinn

Ólafur Kristjánsson: Þeir hysjuðu upp um sig buxurnar

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks.
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks.
„Mér fannst þetta sannfærandi. Fyrri hálfleikurinn var jafn og við náðum að spila ágætlega en töluðum svo saman í leikhlé og löguðum nokkra hluti," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir góðan, 2-4, sigur gegn Fylki í Árbænum. „Það var nú aðalega ég sem kom fram og talaði um að við værum ekki sáttir með okkar spilamennsku eftir síðasta leik en ég veit að strákarnir voru alveg jafn ósáttir og hysjuðu upp um sig buxurnar. En það þarf að gera það líka í næsta leik og næstu leikjum. Ekki nóg að gera það bara hér heldur þarf að tappa upp í þetta og klára alla leiki," bætti Ólafur við. Blikar voru frábærir í síðari hálfleik og sköpuðu sér mörg fín færi. Ólafur var ánægður með spilamennsku liðsins. „Ég bjóst kannski ekki við því að skora fjögur mörk hér í Árbænum en við höfum verið að skapa það mikið að færum í síðustu leikjum að ég veit það að ef menn halda áfram að hafa trú á sjálfum sér og reyna þá dettur þetta inn. Ég er mjög sáttur með spilamennskuna í kvöld og ánægður að menn rifu sig upp og svöruðu eftir slakan leik í síðustu umferð," sagði Ólafur brosmildur í leikslok.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×