Enski boltinn

Welbeck þögull um framtíðina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Hinn nítján ára Danny Welbeck hefur slegið í gegn með Sunderland í ensku úrvalsdeildinni en hann er lánsmaður frá Manchester United.

Steve Bruce, stjóri Sunderland, hefur sagt að Welbeck vilji gera langtímasamning við félagið en Welbeck segist ekki hafa leitt hugann að því.

„Ég hef lesið það sem Steve Bruce hefur sagt og ég þarf að taka ákvörðun um framtíðina mína," sagði Welbeck í samtali við enska fjölmiðla.

„En ég er aðeins að hugsa um að standa mig vel með Sunderland eins og er og hef ekki hugleitt hvort ég vilji fara aftur til Manchester United."

„Markmið mitt var að koma hingað og spila eins mikið og mögulegt er. Ég fékk af og til tækifæri hjá United en ég var ekki reiðubúinn til að nýta þau."

„Hér fæ ég að spila í hverri viku og hef verið að bæta mig í hverjum leik. Sjálfstraustið er í lagi og ég nýt þess að spila knattspyrnu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×