Vésteinn með blaðamannafundinn í eldhúsinu sínu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2010 19:00 Helga Margrét og Vésteinn (í gegnum netið) á blaðamannafundinum í dag. Mynd/Valli Vésteinn Hafsteinsson hefur tekið að sér að vera nýr umboðsmaður sjöþrautarkonunnar Helgu Margrétar Þorsteinsdóttur og mun hann sjá um stjórnun á þjálfun hennar í samráði við frjálsíþróttadeild Ármanns. Ný yfirþjálfari Helgu mun verða Agne Bergvall þjálfari Carolinu Klüft, fyrrum Ólympíu- og heimsmeistara í sjöþraut og munu hann og Vésteinn stjórna þjálfun bronsverðlaunahafans frá HM unglinga í sumar. „Það má kalla þetta ýmislegt. Agne verður aðalþjálfari og skipuleggur þjálfunina með mér. Svo komum við til með að fá fleiri inn í þetta til að fá sem mest út úr þessu. Hann stjórnar ferlinum sem yfirþjálfari en mitt hlutverk er tengt því að ég er Íslendingur og bý á sama stað og Agne. Við erum góðir kunningar, vinnum mikið saman og höfum gert það í tvö ár," sagði Vésteinn á blaðamannafundi í dag þar sem verkefnið var kynnt. „Við Agne náum vel til hvors annars. Mitt hlutverk er þá að stjórna öllu verkefninum frá A til Ö í samvinnu við Frey (Ólafsson, formaður frjálsíþróttadeildar Ármanns), Agne og Guðmund Hólmar (Jónsson, sér um dalglega þjálfun Helgu)," útskýrir Vésteinn. „Ég byggi það á minni reynslu frá því að vera með Gerd Kanter og hvernig Agne hefur gert það með Carolinu Klüft. Það eru ansi margir hlutir sem þurfa að vera í lagi til þess að þetta gangi upp. Ég kem að þessu út af minni reynslu sem og að ég er Íslendingur," sagði Vésteinn. „Einn hluti af því er að koma Helgu á framfæri á mót og skipulagning á því sem og að taka ákvörðun um rétt mót. Síðan kemur líka að því ákveða hvenær á að fara í æfingabúðir og annað. Það er meira á minni könnu en Agne sér meira um þjálfunina sem slíka. Við vinnum þetta allt í sameiningu og við vorum bara að byrja í þessari viku," sagði Vésteinn og nútímatæknin verður notuð mikið á meðan Helga Margrét er búsett á Íslandi. Vésteinn tók sem dæmi þátt í blaðamannafundinum í Laugardalnum í dag þrátt fyrir að vera allt annars staðar á hnettinum. „Ég hef verið að þjálfa menn út um allan heim án þess að vera þjálfa þá dags daglega á æfingum. Ég þjálfa þá í gegnum netið og nútímatækni. Við erum sem dæmi að halda fréttamannafund núna og ég sit í eldhúsinu mínu út í Svíþjóð. Það er ósköp svipað og ég hef verið að gera undanfarin ár," segir Vésteinn sem hefur mikla trú á Helgu. „Helga er ung og efnileg. Hún er fyrsti Íslendingur til þess að ná í verðlaun á heimsmeistaramóti unglinga. Þar var hún þriðja besta í heimi í sínum aldursflokki. Hún lítur því mjög vel út. Það er samt mjög erfitt að verða bestu í heimi í frjálsum íþróttum og það skiptir engu máli í hvaða grein það er," segir Vésteinn um Helgu Margréti. „Hún hefur framtíðina fyrir sér og hefur mjög mikla hæfileika á öllum sviðum, líkamlega, andlega og tæknilega bæði að okkar mati og annara. Ég er búinn að fylgjast mjög vel með undanfarin tvö ár og ég ber miklar væntingar til hennar en ég vil samt að hún fari rólega. Hún hefur verið í meiðslum í langan tíma og hefur því ekki náð alveg út úr sér það sem hún hefði getað," sagði Vésteinn. Innlendar Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Refur á vappi um Brúna minnti á Atla „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Sjá meira
Vésteinn Hafsteinsson hefur tekið að sér að vera nýr umboðsmaður sjöþrautarkonunnar Helgu Margrétar Þorsteinsdóttur og mun hann sjá um stjórnun á þjálfun hennar í samráði við frjálsíþróttadeild Ármanns. Ný yfirþjálfari Helgu mun verða Agne Bergvall þjálfari Carolinu Klüft, fyrrum Ólympíu- og heimsmeistara í sjöþraut og munu hann og Vésteinn stjórna þjálfun bronsverðlaunahafans frá HM unglinga í sumar. „Það má kalla þetta ýmislegt. Agne verður aðalþjálfari og skipuleggur þjálfunina með mér. Svo komum við til með að fá fleiri inn í þetta til að fá sem mest út úr þessu. Hann stjórnar ferlinum sem yfirþjálfari en mitt hlutverk er tengt því að ég er Íslendingur og bý á sama stað og Agne. Við erum góðir kunningar, vinnum mikið saman og höfum gert það í tvö ár," sagði Vésteinn á blaðamannafundi í dag þar sem verkefnið var kynnt. „Við Agne náum vel til hvors annars. Mitt hlutverk er þá að stjórna öllu verkefninum frá A til Ö í samvinnu við Frey (Ólafsson, formaður frjálsíþróttadeildar Ármanns), Agne og Guðmund Hólmar (Jónsson, sér um dalglega þjálfun Helgu)," útskýrir Vésteinn. „Ég byggi það á minni reynslu frá því að vera með Gerd Kanter og hvernig Agne hefur gert það með Carolinu Klüft. Það eru ansi margir hlutir sem þurfa að vera í lagi til þess að þetta gangi upp. Ég kem að þessu út af minni reynslu sem og að ég er Íslendingur," sagði Vésteinn. „Einn hluti af því er að koma Helgu á framfæri á mót og skipulagning á því sem og að taka ákvörðun um rétt mót. Síðan kemur líka að því ákveða hvenær á að fara í æfingabúðir og annað. Það er meira á minni könnu en Agne sér meira um þjálfunina sem slíka. Við vinnum þetta allt í sameiningu og við vorum bara að byrja í þessari viku," sagði Vésteinn og nútímatæknin verður notuð mikið á meðan Helga Margrét er búsett á Íslandi. Vésteinn tók sem dæmi þátt í blaðamannafundinum í Laugardalnum í dag þrátt fyrir að vera allt annars staðar á hnettinum. „Ég hef verið að þjálfa menn út um allan heim án þess að vera þjálfa þá dags daglega á æfingum. Ég þjálfa þá í gegnum netið og nútímatækni. Við erum sem dæmi að halda fréttamannafund núna og ég sit í eldhúsinu mínu út í Svíþjóð. Það er ósköp svipað og ég hef verið að gera undanfarin ár," segir Vésteinn sem hefur mikla trú á Helgu. „Helga er ung og efnileg. Hún er fyrsti Íslendingur til þess að ná í verðlaun á heimsmeistaramóti unglinga. Þar var hún þriðja besta í heimi í sínum aldursflokki. Hún lítur því mjög vel út. Það er samt mjög erfitt að verða bestu í heimi í frjálsum íþróttum og það skiptir engu máli í hvaða grein það er," segir Vésteinn um Helgu Margréti. „Hún hefur framtíðina fyrir sér og hefur mjög mikla hæfileika á öllum sviðum, líkamlega, andlega og tæknilega bæði að okkar mati og annara. Ég er búinn að fylgjast mjög vel með undanfarin tvö ár og ég ber miklar væntingar til hennar en ég vil samt að hún fari rólega. Hún hefur verið í meiðslum í langan tíma og hefur því ekki náð alveg út úr sér það sem hún hefði getað," sagði Vésteinn.
Innlendar Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Refur á vappi um Brúna minnti á Atla „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Sjá meira