Enski boltinn

Abramovich vill ráða Bergiristain frá Barcelona

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
GettyImages
Roman Abramovich hefur lengi dáðst að Barcelona. Hann vonast nú eftir að ráða einn af höfuðpaurunum í velgengni félagsins undanfarin ár til sín.

Tsiqui Bergiristain var yfirmaður íþróttamála hjá Barcelona en lét nýverið af þeirri stöðu. Hann sá til þess að ungir leikmenn kæmu upp úr unglingaliðinu sem hafa skilað sér í mörgum af bestu leikmönnum Spánar.

Nægir þar að nefna Xavi og Andrés Iniesta.

Abramovich hefur boðið Bergiristain að gerast yfirmaður knattsyrnumála hjá Chelsea og er meira en líklegt að hann taki við starfinu í janúar, að sögn íþróttagúrúsins Guillem Balague.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×