Enski boltinn

Dawson úr leik í sex vikur

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Steven Gerrard hugar að Dawson í gær.
Steven Gerrard hugar að Dawson í gær. GettyImages
Michael Dawson, varnarmaður Tottenham, verður frá keppni næstu sex vikurnar vegna meiðsla sem hann hlaut í landsleik Englendinga og Búlgara í gær.

Dawson sneri sig illa og lá lengi á vellinum, greinilega sárþjáður.

Í fyrstu var óttast að hann væri fótbrotinn en svo er ekki, að því er segir á Soccernet í dag.

Ekki verður kallað á annan varnarmann í enska landsliðið sem mætir Sviss í undankeppni EM á þriðjudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×